Innlent

Kallað á rannsóknir ACIA

Norðurheimskautsráðið og Alþjóðleg vísindanefnd um Norðurheimskautið (International Arctic Science Committee, eða IASC) kölluðu eftir úttektinni á áhrifum og umfangi loftslagsbreytinga á norðurslóðum fyrir fjórum árum síðan. Norðurheimskautsráðið er vettvangur stjórnvaldssamskipta þjóðanna átta við Norðuheimskautið, en það eru Kanada, Danmörk/Grænland/Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríki Norður-Ameríku. Þá eiga þátt í Norðurheimskautsráðinu sex samtök innfæddra hópa sem búa við Norðurheimskautið. Alþjóðlega vísindanefndin um Norðurheimskautið er hins vegar alþjóðleg vísindastofnun sem vísindaakademíur átján þjóðríkja skipa í.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×