Innlent

Vistkerfið breytist mikið

Áhrif hlýnunarinnar á norðurslóðum eru í skýrslu ACIA sögð verða mjög mikil. Til dæmis á sjávarborð eftir að hækka og eftir því sem íshellan yfir Norðurskautinu minnkar eykst hættan á að dýr á borð við ísbirni og sumar selategundir hreinlega deyi út. Þá geta göngur fiskistofna breyst, þorskstofninn í Grænlandshafi er sagður geta eflst og ganga fiska á borð við makríl og túnfisk inn á hafsvæðið við Ísland gæti aukist. Fram hefur komið að loftslagsbreytingarnar verða mismiklar eftir svæðum, hér við land og við Grænland er til dæmis bara gert ráð fyrir 2 til 3 gráða hækkun hitastigs, en það gæti eflt suma fiskistofna. Vísindamenn vara þó við því að mikil óvissa geti fylgt breytingum á vistkerfinu, til dæmis gætu ný dýr borið með sér sjúkdóma og hlýrra loftslagi gætu fylgt skordýr sem leikið gætu gróður hart. Þá getur innrás nýrra tegunda haft í för með sér sjúkdóma sem lagst geta á fólk, líkt og aukin útbreiðsla Vesturnílarsóttar, sem berst með fuglum, í Bandaríkjunum og Kanada sýnir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×