Innlent

Héraðsdómur fjallar um kröfuna

Héraðsdómur Reykjavíkur er nú að fjalla um kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að karlmaður verði úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungumáls í húsi við Hverfisgötu síðustu nótt. Fórnarlambið fannst í nótt á Laugavegi, nær dauða en lífi. Þá fer lögreglan fram á að manninum verði gert að sæta geðrannsókn. Krafan um gæsluvarðhaldið var gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×