Innlent

Meira en fyrir sex árum

Vísindamenn sem voru að koma úr flugi yfir gosstöðvarnar segja að eldgosið nú sé meira en síðasta Grímsvatnagos fyrir sex árum. Nú undir kvöld gaf Flugmálastjórn það út að flug væri hvorki heimilað á Akureyri né Egilsstaði. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor, einn vísindamannanna sem skoðaði gossvæðið í dag, segir gosið seinnipartinn kröftugra en það sem var í morgun. Mikill öskustrókur liggur norður yfir landið, alveg norður yfir Herðubreið, eða eins langt og vísindamennirnir sáu. Hann segir gíginn heldur stærri en í gosinu fyrir sex árum, eða um kílómeter í þvermál. Að sögn Magnúsar Tuma virðist sem gufusprengingar eða smágos hafi jafnframt orðið austast í Grímsvötnum í upphafi. Hann segir töluvert vatn vera komið bæði í Skeiðará og Gígjukvísl en hefur ekki tölur yfir rennsli. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður var við barm gígsins fyrir neðan Háubungu í dag þar sem hann horfði austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið hafa gengið á. Gífurlegir bólstrar komu úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virtist það vera að aukast. Hann fór líka að Grímsvötnum í síðustu tveimur gosum og segir atganginn síst minni núna. Kort Veðurstofu Íslands sem sýnir upptök gossinsGosvefur Veðurstofu Íslands
Gosmökkurinn frá jökli í fjarska. Snæfell í forgrunniMYND/Heiður Ósk
Gosmökkurinn líkt og og stígur upp úr KverkfjöllumMYND/Heiður Ósk
Horft til gosstöðvanna frá vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka.MYND/Heiður Ósk
Vinnubúðir Impregilo við Kárahnjúka. Kverkfjöll og gosstöðvarnar í bakgrunni.MYND/Heiður Ósk
Frá Kárahnjúkum. Glöggt má sjá öskufallið sem dreifist til norðursMYND/Heiður Ósk
Kverkfjöll og gosmökkurinn í ljósaskiptunum undir kvöld.MYND/Heiður Ósk
MYND/Hjalti


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×