Áfengismeðferðardeild lokað 1. nóvember 2004 00:01 Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira