Innlent

Annar samningur fyrir félagsdómi

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir Sólbakssamningana sem liggja nú sem gögn fyrir félagsdómi vera allt aðra en þá sem styrr stóð um í september. Gögnin voru lögð fram 26. október. Sérstaklega var tekist á um það ákvæði samningsins við áhöfn Sólbaks að þeir stæðu utan verkalýðsfélaga en það ákvæði er ekki inni í nýja samningnum. "Mér sýnist að það sé búið að lagfæra allt nema ákvæðið um hafnarfrí," segir Sævar. "En við viljum dóm um gerð þessa samninga, því þetta eru furðuleg vinnubrögð." Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir ákvæðið um hafnarfrí alltaf hafa verið eina málið. "Sævar hlustaði aldrei á okkur og las ekki neitt. Það var alltaf allt í lagi að vera í stéttarfélagi, ef það samþykkti að skipið þyrfti ekki að stoppa í 30 tíma eftir hverja löndun. Það var bara ekkert stéttarfélag sem vildi samþykkja það," segir Guðmundur. "Við leiðréttum klukkutímann í kringum sjómannadag og áramót, eins og við sögðumst ætla að gera."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×