Innlent

Enn vex Skeiðará

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær. Mikill jökullitur er á ánni en hins vegar finnst engin jöklafýla. Vatnamælingamennirnir treystu sér áðan ekki til að segja fyrir um hvenær hlaupið muni ná hámarki. Fyrstu merki þess sáust í fyrradag þegar jarðskjálftamælar sýndu óróa við Grímsvötn í Vatnajökli en þaðan koma Skeiðarárhlaup. Þau eru talin hefjast þegar ísstífla brestur í útfalli Grímsvatna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×