Innlent

Gæti farið yfir mikið flatlendi

Eldgos í Kötlu gæti haft í för með sér jökulhlaup sem færi til vesturs niður Markafljótsgljúfur og flæddi yfir stóran hluta flatlendis milli Eyjafjalla og Þjórsár. Líkurnar á slíku hlaupi eru þó ekki taldar miklar miðað við reynsluna af þeim 20 gosum sem kunnugt er um að orðið hafi síðan á landnámsöld, en hættan er eigi að síður fyrir hendi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bráðabirgðarniðurstöðum úr Hættumati og áhættugreiningu vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls, sem kynntar voru í dag. Í kjölfar niðurstaðna hættumatsins hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekið viðbúnað við eldgosum á þessu svæði til endurskoðunar og útvíkkað það svæði, sem viðbragðsáætlanir ná til. Rennsli hlaupa vegna Kötlugosa geta verið allt frá nokkrum tugum þúsunda rúmmetra á sekúndu upp í 300 þúsund rúmmetra á sekúndu og mjög erfitt er að spá fyrir um stærð þeirra með góðum fyrirvara. Við núverandi aðstæður myndi mjög stórt jökulhlaup breiða úr sér á láglendinu yfir Landeyjar og ná allt til Þykkvabæjar í vestri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×