Innlent

Skeiðará er orðin mórauð

Skeiðará er orðin mórauð og farin að vaxa, að sögn Jóns Benediktssonar í Freysnesi í Öræfum, en hann fór upp á Skeiðarárbrú fyrir um klukkustund til að fylgjast með hlaupinu. Hins vegar fannst engin brennisteinsfnykur af ánni. Fyrstu merki um að hlaup væri að hefjast í Skeiðará sáust á jarðskjálftamælum í gær sem sýndu óróa við Grímsvötn í Vatnajökli en þaðan kemur hlaupvatnið. Vatnamælingamenn frá Orkustofnun eru á leið austur á Skeiðarársand og hefja mælingar í kvöld. Búist er við að hlaupið nái hámarki á næstu tveimur sólarhringum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×