Innlent

Átelja ríkisstjórnina harðlega

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands átelur harðlega að tíu mánuðir skuli vera liðnir án þess að þorri öryrkja hafi fengið þá kjarabót sem samið var um fyrir síðustu þingkosningar. Nú sé ár liðið frá því að ríkisstjórnin upplýsti að hún treysti sér ekki til að efna nema hluta samkomulagsins sem gert var, samkomulags sem þúsundir öryrkja hafi trúað á að yrði efnt. Í ályktuninni er skorað á ríkisstjórnina og þingmenn hennar að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að samkomulagið verði framkvæmt ekki síðar en um áramótin. Aðeins á þann hátt verði hjá því komist að íslenskum stjórnvöldum verði í fjórða sinn á fjórum árum stefnt fyrir að brjóta á fötluðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×