Tékknesk fyrirmynd að Atómstöðinni 22. október 2004 00:01 Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna. Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Lanxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson. Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna. Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Lanxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson.
Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira