Kópavogur braut eigin reglur 22. október 2004 00:01 Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira