Kópavogur braut eigin reglur 22. október 2004 00:01 Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira