Innlent

Atlansskip unnu mál við ríkið

Atlantsskip unnu í dag mál gegn ríkinu í Hæstarétti, en rétturinn segir að ríkinu hafi verið óheimilt að þrengja skilgreiningu um skipafélög sem mega annast sjóflutninga fyrir varnarliðið. Utanríkisráðuneytið setti skipafélögum ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í útboði um sjóflutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, og meðal þeirra var að skipin skyldu vera undir yfirstjórn og yfirráðum íslenskra skipafélaga, þau skildu hafa húsbóndavald yfir áhöfn skipanna og ráðningarsamband við áhöfn þess. Þannig mátti Atlantsskip ekki taka þátt í útboðinu. Atlantsskip taldi þessi skilyrði ekki hafa stoð í lögum, og Hæstiréttur er sammála. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Atlantsskipum samtals 750.000 krónur í málskostnað. Símon Kjærnested, stjórnarformaður Atlantsskipa, sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort farið yrði í skaðabótamál. Flutningum varnarliðsins er skipt í innlendan og erlendan hluta. Atlantsskip hafa misst innlenda hlutann, en halda hinum erlenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×