Íhuga að kæra vélhjólamann 21. október 2004 00:01 Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira