Vitni óttast axarmanninn 21. október 2004 00:01 Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira