Innlent

Samgöngubót fyrir vestan

Í nóvemberlok á að taka í notkun nýja 230 metra langa brú yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesvegi, skammt austan Grundarfjarðar. Hingað til hafa þeir sem farið hafa um Snæfellsnes norðanmegin þurft að aka fjörðinn, en leiðin styttist nú um 7,3 kílómetra. Ingvi Árnason, deildarstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, segir verkið enn vera á forræði verktakanna sem umsjón hafa með brúarsmíðinni og tengdri vegargerð, það eru Háfell ehf. og Eykt ehf. Hann segist hafa heyrt af því að staðkunnugir séu einhverjir farnir að lauma sér yfir brúna, en nýi vegurinn sé enn lokaður. "Verkið var boðið út í febrúar árið 2003 og svo var samið um flýtingu verksins til þess að hægt yrði að opna veginn sem fyrst. Núna í haust verður svo opnað fyrir umferð og verkið fullklárað næsta sumar," segir Ingvi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×