Láta ekki hótanir stoppa sig 20. október 2004 00:01 Ritsjórar DV ætla ekki að láta af umfjöllun sinni um handrukkara og aðra glæpamenn, þrátt fyrir árásir og hótanir frá þrem mönnum fyrr í dag. Ritstjórarnir segjast ekki vita hvað mönnunum hafi gengið til, en umfjöllun blaðsins um handrukkara og glæpamenn muni halda áfram hvað sem öllum hótunum líður. Yfirlýsing sem ritstjórarnir sendu frá sér í dag er svohljóðandi: „ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa starfsfólki DV og fjölskyldum þeirra borist hótanir frá óþjóðalýð sem veður uppi í samfélaginu og ofsækir borgarana. DV hefur fjallað um þessa menn og fórnarlömb þeirra og mun ekki láta af þeirri umfjöllun. Í hádeginu í dag, miðvikudag, ruddust inn á ritstjórn DV þrír menn og vildu ná tali af ritstjóra DV. Réðust þeir á fréttastjóra blaðsins og hrintu niður hillum eftir að þeir voru beðnir að yfirgefa skrifstofur DV þar sem ritstjórinn væri ekki viðlátinn. Ekki er vitað hvað þessum mönnum gekk til. Allt þetta hefur verið kært til lögreglu. Skemmst er að minnast þess að ritstjóri DV óskaði á dögunum eftir nálgunarbanni á þekktan handrukkara. Það hefur ekki fengist. Allir þessir menn sem veist hafa að starfsfólki DV, hótað þeim eða fjölskyldum þeirra, ganga lausir. En eins og komið hefur fram í DV virðist lögreglan lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi sem eru enn sem fyrr frjálsir ferða sinna. Þeir hika margir hverjir ekki við að berja borgara með stálröri skuldi þeir húsaleigu, taka fjölskyldur meintra skuldara í gíslingu og ráðast á afa og ömmu, pabba og mömmu og hóta að gera jafnvel smábörnum mein. Og yfirvöld virðast eiga fá eða engin úrræði til að bregðast við ástandinu. DV mun hins vegar halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein í blaðinu á morgun, sem og aðra daga. Meira höfum við ekki um málið að segja að svo stöddu." Virðingarfyllst, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, ritstjórar DV Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ritsjórar DV ætla ekki að láta af umfjöllun sinni um handrukkara og aðra glæpamenn, þrátt fyrir árásir og hótanir frá þrem mönnum fyrr í dag. Ritstjórarnir segjast ekki vita hvað mönnunum hafi gengið til, en umfjöllun blaðsins um handrukkara og glæpamenn muni halda áfram hvað sem öllum hótunum líður. Yfirlýsing sem ritstjórarnir sendu frá sér í dag er svohljóðandi: „ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa starfsfólki DV og fjölskyldum þeirra borist hótanir frá óþjóðalýð sem veður uppi í samfélaginu og ofsækir borgarana. DV hefur fjallað um þessa menn og fórnarlömb þeirra og mun ekki láta af þeirri umfjöllun. Í hádeginu í dag, miðvikudag, ruddust inn á ritstjórn DV þrír menn og vildu ná tali af ritstjóra DV. Réðust þeir á fréttastjóra blaðsins og hrintu niður hillum eftir að þeir voru beðnir að yfirgefa skrifstofur DV þar sem ritstjórinn væri ekki viðlátinn. Ekki er vitað hvað þessum mönnum gekk til. Allt þetta hefur verið kært til lögreglu. Skemmst er að minnast þess að ritstjóri DV óskaði á dögunum eftir nálgunarbanni á þekktan handrukkara. Það hefur ekki fengist. Allir þessir menn sem veist hafa að starfsfólki DV, hótað þeim eða fjölskyldum þeirra, ganga lausir. En eins og komið hefur fram í DV virðist lögreglan lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi sem eru enn sem fyrr frjálsir ferða sinna. Þeir hika margir hverjir ekki við að berja borgara með stálröri skuldi þeir húsaleigu, taka fjölskyldur meintra skuldara í gíslingu og ráðast á afa og ömmu, pabba og mömmu og hóta að gera jafnvel smábörnum mein. Og yfirvöld virðast eiga fá eða engin úrræði til að bregðast við ástandinu. DV mun hins vegar halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein í blaðinu á morgun, sem og aðra daga. Meira höfum við ekki um málið að segja að svo stöddu." Virðingarfyllst, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, ritstjórar DV
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira