Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir 20. október 2004 00:01 Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira