Beittu ofbeldi, brutu og brömluðu 20. október 2004 00:01 Þrír menn réðust inn á ritstjórn DV í dag og gengu í skrokk á fréttastjóra blaðsins. Þeir unnu einnig skemmdarverk á skrifstofunni áður en þeir hurfu á braut. Lögregla telur sig vita hvaða menn voru að verki og leitar þeirra. Laust eftir klukkan eitt í dag ruddust mennirnir inn á ritstjórn DV. Reynir Traustason, fréttastjóri segir að þeir hafi spurt eftir Mikaeli Torfasyni, ritstjóra blaðsins. Mikael var ekki við og segist Reynir hafa sagt mönnunum að þeir yrðu að gera boð á undan sér og síðan beðið þá vinsamlegast að hverfa á brott. Þá hafi þeir ráðist að Reyni og einn þeirra gripið hann þéttu kverkataki í tvígang. Á leiðinni út ruddu þeir möppum og öðru lauslegu af skrifborðum sem urðu á vegi þeirra á gólfið. Reynir segist hafa elt mennina út en þeir þá ógnað honum og hrækt á hann. Þeir hurfu síðan akandi á brott. Reynir er með áverka á hálsi og fór hann á slysadeild í dag. Hann segist ætla að leggja fram kæru á hendur mönnunum á morgun. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla teldi sig vita hvaða menn hefðu verið þarna á ferðinni og sagði þeirra leitað. Ekki er vitað hvaða erindi mennirnir áttu við ritstjórann, en á DV telja menn víst að þetta tengist umfjöllun blaðsins um handrukkara og ofbeldisverk þeirra. Eitt vitni að atburðinum í dag segir menninna hafa verið í jökkum merktum vélhjólaklúbbnum Fáfni, sem hafa verið í vinfengi við Hells Angels í Danmörku. Hvorki ritstjóri né fréttastjóri DV vildu veita fréttastofu viðtal í dag, en í yfirlýsingu ritstjóra blaðsins segir að lögregla virðist lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi. Mikael Torfason segir að lögregla vakti heimili hans eftir að honum var hótað fyrir nokkrum dögum. Öðrum blaðamönnum hefur einnig verið hótað og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í einu tilfelli hafi menn ruðst inn á heimili afa og ömmu eins blaðamanns og hringt úr síma þeirra í viðkomandi blaðamann til að sýna honum hvers þeir væru megnugir. Í yfirlýsingu ritstjóra DV segir að þessir menn hiki ekki við að berja borgarana með stálröri, taka fjölskyldur manna í gíslingu, ráðast að ástvinum og hóta jafnvel að gera smábörnum mein. DV segist ætla að halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þrír menn réðust inn á ritstjórn DV í dag og gengu í skrokk á fréttastjóra blaðsins. Þeir unnu einnig skemmdarverk á skrifstofunni áður en þeir hurfu á braut. Lögregla telur sig vita hvaða menn voru að verki og leitar þeirra. Laust eftir klukkan eitt í dag ruddust mennirnir inn á ritstjórn DV. Reynir Traustason, fréttastjóri segir að þeir hafi spurt eftir Mikaeli Torfasyni, ritstjóra blaðsins. Mikael var ekki við og segist Reynir hafa sagt mönnunum að þeir yrðu að gera boð á undan sér og síðan beðið þá vinsamlegast að hverfa á brott. Þá hafi þeir ráðist að Reyni og einn þeirra gripið hann þéttu kverkataki í tvígang. Á leiðinni út ruddu þeir möppum og öðru lauslegu af skrifborðum sem urðu á vegi þeirra á gólfið. Reynir segist hafa elt mennina út en þeir þá ógnað honum og hrækt á hann. Þeir hurfu síðan akandi á brott. Reynir er með áverka á hálsi og fór hann á slysadeild í dag. Hann segist ætla að leggja fram kæru á hendur mönnunum á morgun. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla teldi sig vita hvaða menn hefðu verið þarna á ferðinni og sagði þeirra leitað. Ekki er vitað hvaða erindi mennirnir áttu við ritstjórann, en á DV telja menn víst að þetta tengist umfjöllun blaðsins um handrukkara og ofbeldisverk þeirra. Eitt vitni að atburðinum í dag segir menninna hafa verið í jökkum merktum vélhjólaklúbbnum Fáfni, sem hafa verið í vinfengi við Hells Angels í Danmörku. Hvorki ritstjóri né fréttastjóri DV vildu veita fréttastofu viðtal í dag, en í yfirlýsingu ritstjóra blaðsins segir að lögregla virðist lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi. Mikael Torfason segir að lögregla vakti heimili hans eftir að honum var hótað fyrir nokkrum dögum. Öðrum blaðamönnum hefur einnig verið hótað og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í einu tilfelli hafi menn ruðst inn á heimili afa og ömmu eins blaðamanns og hringt úr síma þeirra í viðkomandi blaðamann til að sýna honum hvers þeir væru megnugir. Í yfirlýsingu ritstjóra DV segir að þessir menn hiki ekki við að berja borgarana með stálröri, taka fjölskyldur manna í gíslingu, ráðast að ástvinum og hóta jafnvel að gera smábörnum mein. DV segist ætla að halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira