Innlent

Veturinn kom í gær

Vindur blés hressilega víða um land í gær og sums staðar var dágóð snjókoma. Nokkurt tjón hlaust af þegar hluti þaks feyktist af mjölgeymslu í Vestmannaeyjum, rafmagn fór af á Höfn í Hornafirði og snjóþyngsli öftruðu færð á Austfjörðum - svo mjög raunar að loka þurfti veginum um Oddsskarð. Víða urðu umferðaróhöpp sem flest eru rakin til hálku eða vindkviða. Í nokkrum tilvikum skemmdust bílar en ekki urðu slys. Áfram má búast við vetrarveðrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×