Fangar fela einelti 14. október 2004 00:01 Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira