Tvö rússnesk herskip á leiðinni 12. október 2004 00:01 Tvö rússnesk herskip sem tóku þátt í rússnesk-bandarísku heræfingunni á Norður-Atlantshafi munu slást í hóp þeirra fjögurra herskipa sem enn halda til úti af Langanesi. Síðan 29. september hafa sjö rússnesk herskip verið við æfingar við strendur landsins en í fyrrdag hélt Flugmóðurskipið Kuznetzov aðmíráll á brott frá landinu sem og tvo önnur skip úr flotanum. Þessi þrjú skip eru nú á leið til Rússlands. Skipherra kjarnorkuknúna beitiskipsins Péturs mikla, sem enn er við strendur landsins, hefur greint Landhelgisgæslunni frá því að skipið ásamt tveimur dráttarbátum og fylgdarskipi muni halda frá ströndum landsins nú í morgunsárið. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins munu þessi fjögur skip sameinast hinum tveimur sem eru á leiðinni. Skipin eru að taka þátt í sérrússneskri æfingu á Norður-Atlantshafi sem nefnist Atlantika 04. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur rússneski sjóherinn fjárveitingu til að halda æfingunni áfram til 25. október. Líklegt er hins vegar talið að skipin muni á næstu dögum halda norður í Barentshaf og þaðan í sína heimahöfn. Fréttstofa Bylgjunnar greindi frá því að norsk Orion kafbátaleitarvél hefði flogið yfir rússneska flotann sem og bresk Nimrod þota og flugvélar frá Atlantshafsbandalaginu. Hvorki Landhelgisgæslan né Flugmálastjórn gátu staðfest þetta. Helgi Björnsson yfirflugumferðarstjóri segir að íslenska flugumferðarstjórnin verði ekki endilega vör við það þó herflugvélar komi nálægt landinu. Ef þær hafi verið að skoða rússneska flotann hafi þær verið fyrir neðan stjórn loftrýmis íslensku flugumferðarstjórnarinnar. Loftrými flugumferðarstjórnarinnar taki ekki við fyrr en í 5.500 fetum. Bjarni Vestmann, sendiráðuneutur hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að herflugvélar haldi uppi reglubundnu eftirliti á svæðinu milli Noregs og Íslands. Því telji hann ekki að það þurfi að hafa einhverja sérstaka þýðingu þó einhverjir hafi orðið varir við kafbátaleitarvélar þar þegar rússneski herinn var þar. Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tvö rússnesk herskip sem tóku þátt í rússnesk-bandarísku heræfingunni á Norður-Atlantshafi munu slást í hóp þeirra fjögurra herskipa sem enn halda til úti af Langanesi. Síðan 29. september hafa sjö rússnesk herskip verið við æfingar við strendur landsins en í fyrrdag hélt Flugmóðurskipið Kuznetzov aðmíráll á brott frá landinu sem og tvo önnur skip úr flotanum. Þessi þrjú skip eru nú á leið til Rússlands. Skipherra kjarnorkuknúna beitiskipsins Péturs mikla, sem enn er við strendur landsins, hefur greint Landhelgisgæslunni frá því að skipið ásamt tveimur dráttarbátum og fylgdarskipi muni halda frá ströndum landsins nú í morgunsárið. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins munu þessi fjögur skip sameinast hinum tveimur sem eru á leiðinni. Skipin eru að taka þátt í sérrússneskri æfingu á Norður-Atlantshafi sem nefnist Atlantika 04. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur rússneski sjóherinn fjárveitingu til að halda æfingunni áfram til 25. október. Líklegt er hins vegar talið að skipin muni á næstu dögum halda norður í Barentshaf og þaðan í sína heimahöfn. Fréttstofa Bylgjunnar greindi frá því að norsk Orion kafbátaleitarvél hefði flogið yfir rússneska flotann sem og bresk Nimrod þota og flugvélar frá Atlantshafsbandalaginu. Hvorki Landhelgisgæslan né Flugmálastjórn gátu staðfest þetta. Helgi Björnsson yfirflugumferðarstjóri segir að íslenska flugumferðarstjórnin verði ekki endilega vör við það þó herflugvélar komi nálægt landinu. Ef þær hafi verið að skoða rússneska flotann hafi þær verið fyrir neðan stjórn loftrýmis íslensku flugumferðarstjórnarinnar. Loftrými flugumferðarstjórnarinnar taki ekki við fyrr en í 5.500 fetum. Bjarni Vestmann, sendiráðuneutur hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að herflugvélar haldi uppi reglubundnu eftirliti á svæðinu milli Noregs og Íslands. Því telji hann ekki að það þurfi að hafa einhverja sérstaka þýðingu þó einhverjir hafi orðið varir við kafbátaleitarvélar þar þegar rússneski herinn var þar.
Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira