Innlent

Össur ekki sáttur við nefndina

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er ekki sáttur við hugmyndir menntamálaráðherra um nýja fjölmiðlanefnd en í henni eiga stjórnarflokkarnir þrjá fulltrúa en stjórnarandstæðingar tvo. Honum finnst menntamálaráðherra, miðað við það sem hún hefur sagt í dag, ekki hafa einlægan ásetning um að ná góðri sátt um málið. Össur segir að með þessu sé ekki verið að efna það sem lofað hafi verið í sumar. Hann vill að allir stjórnarandstöðuflokkar fái sinn fulltrúa, auk Blaðamannafélags Íslands.     Róbert Marshall, formaður Blaðamannfélagsins, segist hafa vonast til þess að félagið fengi sæti í nefnd menntamálaráðherra. Hann segir félagið ítrekað hafa boðist til að koma að undirbúningi fjölmiðlalaga en stjórnvöld ekki þekkst það boð og engu líkara nú en að endurtaka eigi leikinn frá því í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.