Ný fjölmiðlanefnd skipuð 8. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira