Innlent

Grunaður um að níðast á hryssum

Selfosslögreglan handtók í nótt mann á fertugsaldri í grennd við hesthúsahverfið í Þorlákshöfn, grunaðan um að hafa verið með kynferðislega tilburði við hryssur. Heimamenn hafa haft hann grunaðan um slíkt og vísuðu lögreglu á hann í nótt. Hann gat enga skýringu gefið lögreglu á ferðum sínum við hesthúsin og því var hann tekinn fastur. Dýralæknir hefur í morgun kannað hryssur í húsunum og meðal annars tekið lífsýni af þeim og læknir hefur tekið lífsýni af manninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×