Innlent

Forsætisráðherra harmar ræðufrétt

Forsætisráðuneytið segist harma að annað árið í röð skuli brotinn trúnaður um stefnuræðu forsætisráðherra. Tilefnið er frétt DV í dag um innihald ræðunnar sem Halldór Ásgrímsson flytur á Alþingi í kvöld. Ráðuneytið segir ljóst að brotin hafi verið trúnaðarskylda sem kveðið sé á um í lögum. Ráðherrann óski eftir viðræðum við forseta Alþingis um málið. Sjá einnig DV í dag. Einnig frétt DV hér á Vísi fyrr í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×