Þúsund ára ísjaki stal senunni 27. september 2004 00:01 Fjórar sjónvarpsstöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decouverte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra menningar- og vísindakynninguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. "Það er stórkostlegt að sjá hann hérna á stéttinni," sagði Ari Trausti Guðmundsson, einn forsprakka vísindasýningarinnar í Palais de la Decouverte, "hugmyndin kom upp á fundi í sendiráðinu hérna í vor, og hér er hann!" Vonast er til að ísjakinn veki athygli á kynningunni sem að verulegu leyti er kostuð af frönskum stjórnvöldum. "Þetta fer vel af stað og vekur greinilega mikla athygli;" sagði Sturla Böðvarsson, ráðherra ferðamála. "Við vonum sannarlega að kynningin auki ferðamannastraum Frakka til Íslands og fjárfestingar," segir Sveinn Einarsson, verkefnisstjóri kynningarinnar. "Og vonandi átta Frakkar sig á því að það er menningarlíf á Íslandi sem er ástæða til að fylgjast með." Talið er að vatnið í isjakanum hafi fallið sem regn fyrir þúsund árum. Ef tillit er tekið til skekkjumarka gæti þetta regn hafa fallið einhvern tímann frá þeim tíma þegar Ingólfur Arnarson fann Ísland þar til Vilhjálmur Sigursæli lagði upp frá Frakklandsströndum og lagði undir sig Bretland 1066. Ekki hafa þó allir fagnað ísjakanum því græningjar í borgarstjórn Parísar komu í veg fyrir að hann yrði fluttur að ráðhúsi Parísar þegar "menningarnótt" hefst þar innan skamms. Þeir harma að ísjaki sé fluttur úr náttúrulegu umhverfi sínu á Íslandi og þó sérstaklega þá miklu orkusóun sem hafi átt sér stað við flutninginn frá Íslandi um Rotterdam til Parísar. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjórar sjónvarpsstöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decouverte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra menningar- og vísindakynninguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. "Það er stórkostlegt að sjá hann hérna á stéttinni," sagði Ari Trausti Guðmundsson, einn forsprakka vísindasýningarinnar í Palais de la Decouverte, "hugmyndin kom upp á fundi í sendiráðinu hérna í vor, og hér er hann!" Vonast er til að ísjakinn veki athygli á kynningunni sem að verulegu leyti er kostuð af frönskum stjórnvöldum. "Þetta fer vel af stað og vekur greinilega mikla athygli;" sagði Sturla Böðvarsson, ráðherra ferðamála. "Við vonum sannarlega að kynningin auki ferðamannastraum Frakka til Íslands og fjárfestingar," segir Sveinn Einarsson, verkefnisstjóri kynningarinnar. "Og vonandi átta Frakkar sig á því að það er menningarlíf á Íslandi sem er ástæða til að fylgjast með." Talið er að vatnið í isjakanum hafi fallið sem regn fyrir þúsund árum. Ef tillit er tekið til skekkjumarka gæti þetta regn hafa fallið einhvern tímann frá þeim tíma þegar Ingólfur Arnarson fann Ísland þar til Vilhjálmur Sigursæli lagði upp frá Frakklandsströndum og lagði undir sig Bretland 1066. Ekki hafa þó allir fagnað ísjakanum því græningjar í borgarstjórn Parísar komu í veg fyrir að hann yrði fluttur að ráðhúsi Parísar þegar "menningarnótt" hefst þar innan skamms. Þeir harma að ísjaki sé fluttur úr náttúrulegu umhverfi sínu á Íslandi og þó sérstaklega þá miklu orkusóun sem hafi átt sér stað við flutninginn frá Íslandi um Rotterdam til Parísar.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira