Innlent

Yfirlýsing samin í tölvu Jóns

Yfirlýsing þar sem gagnrýnd er umsögn meirihluta Hæstaréttar um Jón Steinar Gunnlaugsson, sem er einn umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara, var samin í tölvu Jóns Steinars sjálfs. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps í gær. Í samtali við Sjónvarpið sagðist Jón Steinar ekki hafa samið yfirlýsinguna en hugsanlega hefði einhver notað tölvuna hans til þess. Helgi Jóhannesson, einn stuðningsmanna Jóns Steinars, staðfesti þetta við Sjónvarpið og sagðist sjálfur hafa samið yfirlýsinguna ásamt fleiri lögmönnum. Jón Steinar hefði hvergi komið nærri.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×