Innlent

Yfirlýsing samin í tölvu Jóns

Yfirlýsing þar sem gagnrýnd er umsögn meirihluta Hæstaréttar um Jón Steinar Gunnlaugsson, sem er einn umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara, var samin í tölvu Jóns Steinars sjálfs. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps í gær. Í samtali við Sjónvarpið sagðist Jón Steinar ekki hafa samið yfirlýsinguna en hugsanlega hefði einhver notað tölvuna hans til þess. Helgi Jóhannesson, einn stuðningsmanna Jóns Steinars, staðfesti þetta við Sjónvarpið og sagðist sjálfur hafa samið yfirlýsinguna ásamt fleiri lögmönnum. Jón Steinar hefði hvergi komið nærri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.