Big Food Group könnuð 22. september 2004 00:01 Áreiðanleikakönnun á Big Food Group verslunarkeðjunni hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs reiknar með að hún taki um mánuð og að þá komi í ljós hvort Baugur eignist meirihluta í keðjunni. Baugur, ásamt hópi fjárfesta gerði tilboð í Big Food Group í síðustu viku. Það hljóðaði upp á 110 pens á hlut, en Baugur áskildi sér að tilboðið gæti lækkað í ljósi niðurstaðna áreiðanleikakönnunarinnar sem hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að á annað hundrað manns á vegum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ynnu að henni og væru áætlaðar fjórar vikur til starfans. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í kjölfar tilboðs Baugs að Big Food Group skuldaði 192 milljónir punda, eða andvirði 25 milljarða íslenskra króna, í lífeyrissjóði starfsmanna og að þetta gat gæti fælt Baugsmenn frá kaupunum. Jón Ásgeir vísar þessu á bug og segir þetta hafa verið vitað frá upphafi. Þetta sé ekki upphæð sem þurfi að reiða fram strax, heldur sé hægt að loka þessu gati á tíu árum. Hlutabréf í Big Food Group tóku kipp upp á við í kjölfar tilboðs Baugs, en hafa síðan heldur lækkað. Fjármálasérfræðingar gera því skóna að Baugur geti lækkað tilboð sitt verulega og farið niður í 90 penní á hlut, sem yrði tæplega 20 prósenta lækkun frá því sem nú er. Jón Ásgeir segir nokkra fjárfesta standa með Baugi að tilboðinu en hann vill ekki svara því hvort skoski viðskiptajöfurinn Tom Hunter sé þar á meðal. Hunter og Baugur seldu hluti sína í House of Fraser í síðustu viku fyrir 7 milljarða íslenskra króna, og leiddu breskir fjölmiðlar þegar að því líkum að þeir hygðust í sameiningu ráðast í nýjar fjárfestingar. Auk þess er talið að nokkrir erlendir bankar komi að tilboðinu, þar á meðal Royal Bank of Scotland, en hann hefur verið bakhjarl Baugs í síðustu fjárfestingum fyrirtækisins í Bretlandi. Jón Ásgeir vill að svo stöddu ekki upplýsa um framtíðaráform sín með yfirtöku Big Food Group, en heildarkaupverð fyrirtækisins gæti losað 90 milljarða íslenskra króna. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Áreiðanleikakönnun á Big Food Group verslunarkeðjunni hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs reiknar með að hún taki um mánuð og að þá komi í ljós hvort Baugur eignist meirihluta í keðjunni. Baugur, ásamt hópi fjárfesta gerði tilboð í Big Food Group í síðustu viku. Það hljóðaði upp á 110 pens á hlut, en Baugur áskildi sér að tilboðið gæti lækkað í ljósi niðurstaðna áreiðanleikakönnunarinnar sem hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að á annað hundrað manns á vegum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ynnu að henni og væru áætlaðar fjórar vikur til starfans. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í kjölfar tilboðs Baugs að Big Food Group skuldaði 192 milljónir punda, eða andvirði 25 milljarða íslenskra króna, í lífeyrissjóði starfsmanna og að þetta gat gæti fælt Baugsmenn frá kaupunum. Jón Ásgeir vísar þessu á bug og segir þetta hafa verið vitað frá upphafi. Þetta sé ekki upphæð sem þurfi að reiða fram strax, heldur sé hægt að loka þessu gati á tíu árum. Hlutabréf í Big Food Group tóku kipp upp á við í kjölfar tilboðs Baugs, en hafa síðan heldur lækkað. Fjármálasérfræðingar gera því skóna að Baugur geti lækkað tilboð sitt verulega og farið niður í 90 penní á hlut, sem yrði tæplega 20 prósenta lækkun frá því sem nú er. Jón Ásgeir segir nokkra fjárfesta standa með Baugi að tilboðinu en hann vill ekki svara því hvort skoski viðskiptajöfurinn Tom Hunter sé þar á meðal. Hunter og Baugur seldu hluti sína í House of Fraser í síðustu viku fyrir 7 milljarða íslenskra króna, og leiddu breskir fjölmiðlar þegar að því líkum að þeir hygðust í sameiningu ráðast í nýjar fjárfestingar. Auk þess er talið að nokkrir erlendir bankar komi að tilboðinu, þar á meðal Royal Bank of Scotland, en hann hefur verið bakhjarl Baugs í síðustu fjárfestingum fyrirtækisins í Bretlandi. Jón Ásgeir vill að svo stöddu ekki upplýsa um framtíðaráform sín með yfirtöku Big Food Group, en heildarkaupverð fyrirtækisins gæti losað 90 milljarða íslenskra króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira