Big Food Group könnuð 22. september 2004 00:01 Áreiðanleikakönnun á Big Food Group verslunarkeðjunni hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs reiknar með að hún taki um mánuð og að þá komi í ljós hvort Baugur eignist meirihluta í keðjunni. Baugur, ásamt hópi fjárfesta gerði tilboð í Big Food Group í síðustu viku. Það hljóðaði upp á 110 pens á hlut, en Baugur áskildi sér að tilboðið gæti lækkað í ljósi niðurstaðna áreiðanleikakönnunarinnar sem hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að á annað hundrað manns á vegum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ynnu að henni og væru áætlaðar fjórar vikur til starfans. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í kjölfar tilboðs Baugs að Big Food Group skuldaði 192 milljónir punda, eða andvirði 25 milljarða íslenskra króna, í lífeyrissjóði starfsmanna og að þetta gat gæti fælt Baugsmenn frá kaupunum. Jón Ásgeir vísar þessu á bug og segir þetta hafa verið vitað frá upphafi. Þetta sé ekki upphæð sem þurfi að reiða fram strax, heldur sé hægt að loka þessu gati á tíu árum. Hlutabréf í Big Food Group tóku kipp upp á við í kjölfar tilboðs Baugs, en hafa síðan heldur lækkað. Fjármálasérfræðingar gera því skóna að Baugur geti lækkað tilboð sitt verulega og farið niður í 90 penní á hlut, sem yrði tæplega 20 prósenta lækkun frá því sem nú er. Jón Ásgeir segir nokkra fjárfesta standa með Baugi að tilboðinu en hann vill ekki svara því hvort skoski viðskiptajöfurinn Tom Hunter sé þar á meðal. Hunter og Baugur seldu hluti sína í House of Fraser í síðustu viku fyrir 7 milljarða íslenskra króna, og leiddu breskir fjölmiðlar þegar að því líkum að þeir hygðust í sameiningu ráðast í nýjar fjárfestingar. Auk þess er talið að nokkrir erlendir bankar komi að tilboðinu, þar á meðal Royal Bank of Scotland, en hann hefur verið bakhjarl Baugs í síðustu fjárfestingum fyrirtækisins í Bretlandi. Jón Ásgeir vill að svo stöddu ekki upplýsa um framtíðaráform sín með yfirtöku Big Food Group, en heildarkaupverð fyrirtækisins gæti losað 90 milljarða íslenskra króna. Fréttir Innlent Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Áreiðanleikakönnun á Big Food Group verslunarkeðjunni hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs reiknar með að hún taki um mánuð og að þá komi í ljós hvort Baugur eignist meirihluta í keðjunni. Baugur, ásamt hópi fjárfesta gerði tilboð í Big Food Group í síðustu viku. Það hljóðaði upp á 110 pens á hlut, en Baugur áskildi sér að tilboðið gæti lækkað í ljósi niðurstaðna áreiðanleikakönnunarinnar sem hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að á annað hundrað manns á vegum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ynnu að henni og væru áætlaðar fjórar vikur til starfans. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í kjölfar tilboðs Baugs að Big Food Group skuldaði 192 milljónir punda, eða andvirði 25 milljarða íslenskra króna, í lífeyrissjóði starfsmanna og að þetta gat gæti fælt Baugsmenn frá kaupunum. Jón Ásgeir vísar þessu á bug og segir þetta hafa verið vitað frá upphafi. Þetta sé ekki upphæð sem þurfi að reiða fram strax, heldur sé hægt að loka þessu gati á tíu árum. Hlutabréf í Big Food Group tóku kipp upp á við í kjölfar tilboðs Baugs, en hafa síðan heldur lækkað. Fjármálasérfræðingar gera því skóna að Baugur geti lækkað tilboð sitt verulega og farið niður í 90 penní á hlut, sem yrði tæplega 20 prósenta lækkun frá því sem nú er. Jón Ásgeir segir nokkra fjárfesta standa með Baugi að tilboðinu en hann vill ekki svara því hvort skoski viðskiptajöfurinn Tom Hunter sé þar á meðal. Hunter og Baugur seldu hluti sína í House of Fraser í síðustu viku fyrir 7 milljarða íslenskra króna, og leiddu breskir fjölmiðlar þegar að því líkum að þeir hygðust í sameiningu ráðast í nýjar fjárfestingar. Auk þess er talið að nokkrir erlendir bankar komi að tilboðinu, þar á meðal Royal Bank of Scotland, en hann hefur verið bakhjarl Baugs í síðustu fjárfestingum fyrirtækisins í Bretlandi. Jón Ásgeir vill að svo stöddu ekki upplýsa um framtíðaráform sín með yfirtöku Big Food Group, en heildarkaupverð fyrirtækisins gæti losað 90 milljarða íslenskra króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira