Innlent

Hálfu tonni af humri stolið

Fimm hundruð kílóum af humri var stolið úr frystigeymslu í sjöstjörnuhúsunum við Hafnarbakka í Njarðvík um helgina og er áætlað verðmæti þýfisins um ein milljón króna. Eigandinn varð þjófnaðarins var í gærmorgun og er ekkert vitað hvenær um helgina innbrotið hefur verið framið. Að sögn lögreglu liggur enginn sérstakur undir grun en dæmi eru um að stolinn humar hafi fundist í birgðageymslum veitingahúsa á höfuðborgarsvæðinu og að veitingamenn hafi keypt hann í góðri trú um að þeir væru að kaupa hann beint af útgerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×