Innlent

Gunnlaugur situr víðsvegar

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs situr einnig í framkvæmdastjórn stofnunarinnar sem einkum sinnir fjármálum hennar. Eins og Stöð 2 hefur greint frá hefur fréttastofan traustar heimildir fyrir því að hann hafi beitt sér í kaupum Símans í Skjá einum og enska boltanum. Framkvæmdastjórn ríkisútvarpsins samræmir stjórnunarstörf innan stofnunarinnar, en aðallega hefur hún með fjármál hennar að gera. Í framkvæmdastjórninni sitja útvarpsstjóri framkvæmdastjórar ríkisútvarpsins og ríkissjónvarpsins, fulltrúar starfsmanna, og formaður útvarpsráðs, sem er Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Stöð 2 hefur traustar heimildir fyrir því og fleiri fjölmiðlar einnig lýst því, að hann hafi verið virkur í kaupum Símans á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarréttinum á enska boltanum. Sjálfur neitar Gunnlaugur Sævar að hafa komið nálægt viðskiptunum og menntamálaráðherra segist trúa honum og treysta. Stöð 2 stendur hins vegar við sína fréttir um málið, en með því að tengjast umræddum viðskiptum má segja að hann sitji víðsvegar við borðið, þar sem hann sem framkvæmdastjórnarmaður kemur að því að útdeila fjármunun innan deilda ríkisútvarpsins, sem meðal annars fara til kaupa á íþróttaefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×