Innlent

Engum sagt upp

Fundur verður haldinn í dag með þeim 25 starfsmönnum fiskverkunarhússins Klumbu í Ólafsvík, sem brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags, þar sem framtíð fólksins verður rædd. Meðal starfsmanna er að finna nokkur hjón og því nokkur heimili sem fá innkomu sína einungis frá Klumbu. "Við gerum allt sem við getum fyrir fólkið okkar, það veit hug okkar og ætlum við engum að segja upp. Það stendur til að byggja fyrirtækið aftur upp og viljum við tryggja velferð fólksins á meðan," segir Leifur Halldórsson sem er eigandi Klumbu ásamt tveimur sonum sínum. Stendur yfir leit að atvinnu á öðrum stöðum fyrir starfsmenn Klumbu en þeir sem ekki fá vinnu munu verða greidd laun á meðan uppbyggingunni stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×