Innlent

Frístundaheimilin opin

Öll starfsemi skólanna lamast komi til verkfalls, að undanskildum frístundaheimilum. Mjög erfitt er að fá heildarsýn yfir hvaða starfsemi verður í skólanum skelli verkfallið á á miðnætti, en eftir því sem næst verður komist er útlitið þó eftirfarandi. Hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að frístundaskólar á vegum ÍTR yrðu starfræktir á sama hátt og verið hefur, skelli verkfall á. Bókasöfn skólanna og mötuneyti verða líka lokuð. Það er síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig hvernig þessum málum verður fyrirkomið og síðan reyndar undir hverjum og einum skólastjóra. En miðað við þær upplýsingar sem Stöð 2 hefur aflað sér, þá verður líklega sama fyrirkomulag haft annars staðar á landinu og er í Reykjavík. Bókasafnsfræðingar falla að því að talið er víða undir samninga kennara, en það gerir starfsfólk mötuneyta ekki. Þeir sem skoðað hafa þessi mál telja að ekki verði heimilt að hafa skóla opna og þá aðstöðu sem þar er í verkfalli kennara og litið yrði á slíkt sem verkfallsbrot. Í því sambandi má minna á afstöðu formanns Kennarasambands Íslands til hugmynda Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra um svokallaða heilsuskóla fyrir börn starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×