Innlent

Hættir Baugur við?

Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Samkvæmt fréttum breskra dagblaða í dag, voru lífeyrisskuldir Big Food Group 192 milljónir punda í lok mars á þessu ári, eða tæpir 25 milljarðar króna. Fjármálasérfræðingar segja að sú tala hafi líkast til hækkað síðan. Í viðtali við Daily Tepegraph segir Bill GRimsey hjá Big Food Group að lífeyrisskuldir og - skuldbindingar vegi þungt í útreikningum Baugsmanna. Hermt er að Baugsmenn ætli sér að bjóða 378 milljónir punda í Big Food Group, eða ríflega fjörutíu og átta milljarða króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×