Innlent

Andanefjur á ferð

Fjórar andanefjur sáust við Engey í gærkvöld. Skipið Elding var á leið úr hvalaskoðunarferð um kvöldmatarleytið í gær með hóp danskra eldri borgara þegar andanefjurnar sáust en samkvæmt upplýsingum voru þær á útleið. Andanefjan er stór tannhvalur með mjótt trýni og hátt og kúpt enni. Hún heldur sig yfirleitt fjarri landi og þykir einstaklega félagslynd. Andarnefjan hefur verið friðuð frá 1977.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×