Innlent

Umsækjendur fá ekki umsögn

Umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara hafa enn ekki fengið umsögn Hæstaréttar í hendur. Hæstiréttur sendi dómsmálaráðuneytinu í gær umsögn sína um hæfi umsækjenda. Að minnsta kosti einn umsækjenda, Eiríkur Tómasson, hefur farið fram á að fá þá umsögn í hendur, en hann sagðist í dag ekki hafa fengið hana. Samkvæmt ríkisútvarpinu telur Hæstiréttur tvo umsækjendur heppilegasta, lagaprófessorana Eirík Tómasson og Stefán Má Stefánsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×