Innlent

Miðborgarskemmtun í dag

Það verður fjölbreytt dagskrá í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni Evrópskrar samgönguviku. Dagskráin stendur yfir frá hádegi og til klukkan fjögur. Meðal annars ætla Mikki refur og Lilli klifurmús að æfa sig í að fylgja umferðarreglunum ásamt krökkunum sem taka þátt í Umferðarskóla í húsakynnum Borgarbókasafnsins. Ganga þau saman út á Ingólfstorg klukkan tvö. Á Austurvelli verður líka mikið um að vera, þar verða hestar til reiðar fyrir krakka á milli klukkan þrjú og fjögur og lest frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum ekur umhverfis Austurvöll frá tvö til fjögur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×