Innlent

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem var handtekinn í Leifsstöð snemma sumars með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni í fórum sínum, til 3. nóvember, eða þar til dómur gengur í máli hans. Þetta er í fjórða skipti sem gæsluvarðhaldsúrskurður er framlengdur yfir honum. Annar maður sat í sumar í tveggja vikna gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins og nokkrir hafa verið yfirheyrðir. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins á lokastigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×