Innlent

60 milljónir í sjúkrakostnað

Tryggingastofnun ríkisins greiddi á síðasta ári tæplega sextíu milljónir króna vegna sjúkrakostnaðar íslenskra ferðamanna. 29 milljónir voru greiddar til landa utan EES, 27 milljónir til landa innan EES og rúm ein milljón króna til endurgreiðslu á beinum útlögðum kostnaði einstaklinga í EES löndunum. Frá því reglur EES samningsins um almannatryggingar tóku gildi árið 1994 hefur TR  greitt alls tæplega 80 milljónir króna til tryggingastofnana annarra EES landa vegna sjúkrakostnaðar Íslendinga í þeim löndum.   Samkvæmt upplýsingum frá TR, hafa Íslendingar á þessu tíu ára tímabili greitt mest til Þýskalands, eða 30 milljónir af 80. Þá voru tæplega 18 milljónir greiddar til Frakklands. Til viðbótar þessu endurgreiddi TR á síðasta ári einstaklingum beint, útlagðan sjúkrakostnað í EES löndunum, rúmlega 1,3 milljónir og rúmlega 29 milljónir vegna sjúkrakostnaðar í öðrum löndum, utan EES.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×