Innlent

Fleiri fyrirtæki með barnagæslu

Mun fleiri stórfyrirtæki en Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar íhuga að koma á einhvers konar barnagæslu ef til kennaraverkfalls kemur en Kennarasambandið líkir slíku við verkfallsbrot og áskilur sér allan rétt til aðgerða í slíkum tilvikum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, sagði í viðtali við fréttastofuna í gær að þetta tefði fyrir samningaviðræðum hjá Ríkissáttasemjara. Fimm klukkustunda löngum samningafundi lauk án árangurs í gær og hefur nýr fundur verið boðaður í dag. Verkfall kennara hefst á mánudag, hafi ekki samist fyrir þann tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×