Innlent

Foreldrar ánægðir með leikskólana

Foreldrar barna í leikskólum Reykjavíkur eru mjög ánægðir með þjónustu leikskólanna ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var síðastliðið vor. Í fréttatilkynningu Leikskóla Reykjavíkur kemur fram að 98% foreldra telja barn þeirra mjög eða frekar ánægt í leikskólanum. 95% foreldra eru ánægð með hvernig tekið er á móti börnum þegar þau koma í leikskólann og svipað er upp á teningnum þegar börnin eru kvödd í dagslok. Helsti veikleiki leikskólanna virðist felast í kynningu nýrra starfsmanna en samkvæmt könnuninni eru rétt rúmlega 60% foreldra ánægð með hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×