Innlent

Breytinga fyrst vart á Íslandi

Áhrif mannsins á loftslagsbreytingar eru augljósar og þeirra breytinga verður einna fyrst vart á Íslandi, samkvæmt fremstu vísindamönnum heims á þessu sviði. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu sem haldin var í Öskju í gær en ráðstefna var gjöf Svíakonungs til íslenska vísindasamfélagsins þar sem fjallað var um loftslagsbreytingar fyrrum, nú og í framtíðinni. Að sögn Helga Björnssonar, sem hafði veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar, komu á hana fremstu vísindamenn á þessu sviði. Náttúrulegar sveiflur eru í loftslagsmálum en það virðist vera sem menn bæti þar ofan á og geri illt verra þessa stundina að sögn Helga. Þróunin er öll í sömu átt, þ.e.a.s., til hlýnunar. Helgi segir þessi mál skipta Íslendinga einstaklega miklu máli þar sem breytingarnar koma fyrst fram í okkar heimshluta. Hann segir vísindamenn áhugasama um að koma hingað í mitt Atlantshafið vegna þessa, sem og vegna þess að í jarðlögum hér á landi liggi skrá um loftslagsbreytingar síðustu árþúsunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×