Innlent

Biblían góð viðskipti

Biskup Íslands er sannfærður um að ný þýðing Biblíunnar verði „bestseller“ Hún verður gefin út eftir tvö ár og leysir hundrað ára gamla þýðingu af hólmi.Síðasta þýðing Biblíunnar er frá árinu 1912. Hópur fólks hefur unnið að þessari nýju þýðingu síðan árið 1990, en ákveðið var að þýða Biblíuna að nýju í tilefni þúsund ára afmælis kristnitöku árið 2000. Biskup Íslands segir að ný þýðing Biblíunnar sé mikil jafnvægislist þar sem taka þurfi tillit til annars vegar frumtextans og ríkrar málfarshefðar í Biblíunni og hins vegar til þeirrar kröfu að merking textans sé skiljanleg nútímamanninum. Hann segir að málfar hinnar nýju þýðingar verði nútímalegra en á gömlu þýðingunni. Hann segist hins vegar ekki eiga von á miklu slangri í þýðingunni nýju, jafnvel þó að orðfæri presta sé að breytast. Jóhann Páll Valdimarsson, sem gefur biblíuna út segir útgáfuna mikil tíðindi og hann er himinlifandi með að fá að gefa úr biblíuna. Þó að hann hafi dreymt um að fá að gefa hana út, hafi aldrei hvarlað að sér að sá draumur myndi rætast. Og biskupinn er á því að Biblían sé góður bisness.„ Biblían er alltaf bestseller, enda er hún lykillinn að svo mörgu,  lykillinn að okkar menningu og ber okkur orð guðs,“ segir biskup.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×