Innlent

Rafeindabúnaði stolið

Brotist var inn í tvö íbúðarhús í Vesturborginni og eitt í Austurborginni í gærkvöldi og í öllum tilvikum stolið stafrænum myndavélum og öðrum dýrum rafeindabúnaði. Í einu tilvikanna var fartölvu líka stolið og hleypur andvirðið á hundruðum þúsunda króna, að mati lögreglu. Innbrotin eru öll óupplýst, en í fyrrakvöld var svipað innbrot framið og er meðal annars verið að rannsaka hvort einhver tengsl kunni að vera á milli innbrotanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×