Innlent

Nýjar reglur tilbúnar í haust

Nýjar reglur um sölu á korni sem ræktað er innanlands eiga að vera tilbúnar í haust. Landbúnaðarráðuneytið vinnur að gerð reglnanna, en hingað til hefur kornrækt bænda nær einvörðungu verið til eigin nota, en hefur aukist svo að huga þarf að söluumhverfi í geiranum. Í gærmorgun funduðu í landbúnaðarráðuneytinu fulltrúar framleiðenda, fóðurstöðva, aðfangaeftirlits, bændasamtakanna og landbúnaðarráðuneytis og fóru yfir þætti sem skoða þarf varðandi sjúkdómavarnir og fleira. "Þetta var almennur fundur til að skiptast á skoðunum á byrjunarstigi," sagði Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir sem stýrði fundinum í gær. "Kornrækt hefur gengið svo vel að útlit er fyrir að bændur komi til með að eiga umframbirgðir. Þetta er ánægjulegt og verið að leita leiða til að hægt verði að standa að sölu með öruggum hætti, hvort sem það verður gert með verklagsreglum eða reglugerð," segir hann. "Núna er að ganga í gegn kornskurður þannig að við þurfum að hafa nokkuð hraðar hendur þó auðvitað taki nokkurn tíma að þurrka og vinna kornið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×