Innlent

Ógnaði barþjóni með úðabrúsa

Ölvaður maður ógnaði barþjóni á veitingastað í austurborginni í gærkvöldi með úðabrúsa, og krafðist peninga. Gestur á staðnum og þjónninn yfirbuguðu manninn og kölluðu á lögreglu, sem sótti hann og vistaði í fangageymslu. Ekki liggur enn fyrir hvaða efni var í úðabrúsanum, en það verður efnagreint nánar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×