20 börn í aðgerð árlega 7. september 2004 00:01 Allt að því tuttugu börn eru lögð inn á skurðdeild Barnadeildar Landspítalans ár hvert vegna brunasára og eru langflest þeirra yngri en fjögurra ára. Þá eru ótalin þau sem sækja meðferð á göngudeild vegna brunasára. Eins árs gömul stúlka sem brenndist illa í baðvaski í Reykjanesbæ nýverið hefur verið flutt á sjúkrahús til Danmerkur til meðhöndlunar brunasára sinna. Þriggja ára barn skrúfaði frá heitu vatni og lét renna í baðvask þar sem stúlkan sat og er hún með annars og þriðja stigs bruna á helmingi líkamans. Í Danmörku verður reynt að græða á hana nýja húð en það er ferli sem getur tekið margar vikur. Langflest brunaslysin sem verða á smábörnum hér á landi eru vegna kranavatns sem getur valdið skaðlegum bruna á augabragði. Í raun má segja að eldhúsið og baðherbergið séu hættulegustu staðir heimilisins, með krönum og rafmagnssnúrum sem börnum þykir gaman að fikta í. Takkar á eldavélum og pönnusköft sem skaga fram eru einnig spennandi. Vegna þess hversu viðkvæm húð barna er eru áverkarnir mun dýpri og alvarlegri en ef um fullorðna manneskju er að ræða. Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð, segir það taka fullorðinn einstakling aðeins brot úr sékúndu að kippa að sér hendinni ef hann snertir heitan flöt. Hjá litlum börnum tekur það hins vegar frá einni og hálfri mínútu upp í tvær og hálfa. Bruni af völdum heitra vökva eins og kaffi og súpu er einnig algengur hér á landi. Ekki þarf mikið magn til að djúp brunasár myndist. Smá skvetta úr kaffibolla getur t.d. þakið um 20% prósent líkama barnsins. Á heimasýðu lýðheilsustöðvar er að finna leiðbeiningar um það hvernig forðast megi slys á heimilum. Þess má einnig geta að aðstandendur og vinir stúlkunnar úr Reykjanesbæ standa fyrir söfnun fyrir foreldra hennar. Styrktarreikningurinn er í Landsbankanum í Keflavík. Myndin er úr myndasafni. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Allt að því tuttugu börn eru lögð inn á skurðdeild Barnadeildar Landspítalans ár hvert vegna brunasára og eru langflest þeirra yngri en fjögurra ára. Þá eru ótalin þau sem sækja meðferð á göngudeild vegna brunasára. Eins árs gömul stúlka sem brenndist illa í baðvaski í Reykjanesbæ nýverið hefur verið flutt á sjúkrahús til Danmerkur til meðhöndlunar brunasára sinna. Þriggja ára barn skrúfaði frá heitu vatni og lét renna í baðvask þar sem stúlkan sat og er hún með annars og þriðja stigs bruna á helmingi líkamans. Í Danmörku verður reynt að græða á hana nýja húð en það er ferli sem getur tekið margar vikur. Langflest brunaslysin sem verða á smábörnum hér á landi eru vegna kranavatns sem getur valdið skaðlegum bruna á augabragði. Í raun má segja að eldhúsið og baðherbergið séu hættulegustu staðir heimilisins, með krönum og rafmagnssnúrum sem börnum þykir gaman að fikta í. Takkar á eldavélum og pönnusköft sem skaga fram eru einnig spennandi. Vegna þess hversu viðkvæm húð barna er eru áverkarnir mun dýpri og alvarlegri en ef um fullorðna manneskju er að ræða. Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð, segir það taka fullorðinn einstakling aðeins brot úr sékúndu að kippa að sér hendinni ef hann snertir heitan flöt. Hjá litlum börnum tekur það hins vegar frá einni og hálfri mínútu upp í tvær og hálfa. Bruni af völdum heitra vökva eins og kaffi og súpu er einnig algengur hér á landi. Ekki þarf mikið magn til að djúp brunasár myndist. Smá skvetta úr kaffibolla getur t.d. þakið um 20% prósent líkama barnsins. Á heimasýðu lýðheilsustöðvar er að finna leiðbeiningar um það hvernig forðast megi slys á heimilum. Þess má einnig geta að aðstandendur og vinir stúlkunnar úr Reykjanesbæ standa fyrir söfnun fyrir foreldra hennar. Styrktarreikningurinn er í Landsbankanum í Keflavík. Myndin er úr myndasafni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira