Alþjóðasamfélagið hefur brugðist 7. september 2004 00:01 Þorri Vesturlandabúa virðist ekki skilja þá vá sem Rússland stendur frammi fyrir að sögn Alexander A. Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi. Sendiherrann, sem hélt blaðamannafund í gær vegna fjöldamorðanna í Beslan, segir að Rússar líti á hryðjuverkin undanfarið nákvæmlega sömu augum og Bandaríkjamenn hafi litið hryðjuverkin 11. september 2001. "Mér finnst hræðilegt að Vesturlandabúar skilji ekki að þetta eru líka þeirra óvinir," segir Rannikh og vísar til hryðjuverkamannanna sem stóðu fyrir gíslatökunni í Beslan. Hann gagnrýnir fréttaflutning vestrænna fjölmiðla, og þar með talið íslenskra, af atburðinum í Beslan. Hann segir fréttaflutninginn endurspegla að blaðamenn skorti skilning á aðstæðum í Norður-Kákasus. "Það hefur líka gleymst að Rússland er orðið að skotmarki hryðjuverkamanna." Rannikh segir alþjóðasamfélagið ekki hafa brugðist rétt við hryðjuverkaárásunum í Rússlandi og spyr hvers vegna Rússum hafi ekki verið boðin aðstoð í baráttu sinni. Hann segir alveg ljóst að rússneska ríkisstjórnin muni herða á aðgerðum sínum gagnvart hryðjuverkamönnum. Ráðist verði gegn þeim, ekki bara í Rússlandi, heldur einnig utan Rússlands. Aðspurður vildi Rannikh ekki svara því hvar Rússar hygðust láta til skarar skríða. Rússneski sendiherrann gagnrýnir Bandaríkjastjórn. Hann segir mörg ár síðan rússnesk yfirvöld hófu að ræða við Bandaríkjamenn um hryðjuverkaógnina. Bandaríkjamenn hafi hins vegar ekki skilið vandamálið fyrr en eftir 11. september. Hann segir að jafvnel þó skilningur þeirra gagnvart hryðjuverkaógninni hafi nú aukist skilji þeir á milli hryðjuverkamanna sem ráðist gegn Bandaríkjunum og hryðjuverkamanna sem ráðist gegn öðrum ríkjum. Það sé afar bagalegt. Rannikh segir að íslensk stjórnvöld geti veitt Rússum aðstoð í þeim vanda sem þeir séu í núna. Það geti þau gert með því að sýna Rússum skilning og hjálpa við að leita úrlausna á þeim vanda sem Rússari standi frammi fyrir. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Þorri Vesturlandabúa virðist ekki skilja þá vá sem Rússland stendur frammi fyrir að sögn Alexander A. Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi. Sendiherrann, sem hélt blaðamannafund í gær vegna fjöldamorðanna í Beslan, segir að Rússar líti á hryðjuverkin undanfarið nákvæmlega sömu augum og Bandaríkjamenn hafi litið hryðjuverkin 11. september 2001. "Mér finnst hræðilegt að Vesturlandabúar skilji ekki að þetta eru líka þeirra óvinir," segir Rannikh og vísar til hryðjuverkamannanna sem stóðu fyrir gíslatökunni í Beslan. Hann gagnrýnir fréttaflutning vestrænna fjölmiðla, og þar með talið íslenskra, af atburðinum í Beslan. Hann segir fréttaflutninginn endurspegla að blaðamenn skorti skilning á aðstæðum í Norður-Kákasus. "Það hefur líka gleymst að Rússland er orðið að skotmarki hryðjuverkamanna." Rannikh segir alþjóðasamfélagið ekki hafa brugðist rétt við hryðjuverkaárásunum í Rússlandi og spyr hvers vegna Rússum hafi ekki verið boðin aðstoð í baráttu sinni. Hann segir alveg ljóst að rússneska ríkisstjórnin muni herða á aðgerðum sínum gagnvart hryðjuverkamönnum. Ráðist verði gegn þeim, ekki bara í Rússlandi, heldur einnig utan Rússlands. Aðspurður vildi Rannikh ekki svara því hvar Rússar hygðust láta til skarar skríða. Rússneski sendiherrann gagnrýnir Bandaríkjastjórn. Hann segir mörg ár síðan rússnesk yfirvöld hófu að ræða við Bandaríkjamenn um hryðjuverkaógnina. Bandaríkjamenn hafi hins vegar ekki skilið vandamálið fyrr en eftir 11. september. Hann segir að jafvnel þó skilningur þeirra gagnvart hryðjuverkaógninni hafi nú aukist skilji þeir á milli hryðjuverkamanna sem ráðist gegn Bandaríkjunum og hryðjuverkamanna sem ráðist gegn öðrum ríkjum. Það sé afar bagalegt. Rannikh segir að íslensk stjórnvöld geti veitt Rússum aðstoð í þeim vanda sem þeir séu í núna. Það geti þau gert með því að sýna Rússum skilning og hjálpa við að leita úrlausna á þeim vanda sem Rússari standi frammi fyrir.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira