Innlent

Krefst hluthafafundar hjá Símanum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna og hluthafi í Símanum, krefst hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétti á enska boltanum. Hann segist í bréfi til Rannveigar Rist, stjórnarformanns Símans, telja hafið yfir vafa að kaupin feli í sér verulegar breytingar á rekstri félagsins sem skylt sé að bera undir hluthafafund. Þá segir hann nauðsynlegt að hluthöfum gefist kostur á að ræða tilgang félagsins og hvort verið sé að framfylgja eðlilegri stefnu í rekstri þess með kaupunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×